fimmtudagur, 6. júní 2013

Las cataratas del Iguazu - eitt af sjo undrum veraldar


Buenos días familia y amigos
Ég aetla ad byrja thetta blogg á ad afsaka fyrir langa bloggpásu. Ég vona ad folk taki thetta ekki of illa inn á sig og hafi nád sér eftir thessa bloggleysu. Thad er ekki búid ad gerast neitt rosalega frásogufaerandi, thaaangad til núna. Ég, Huberinn og Johan ákvadum nefninlega ad fara í ferd med AFS til ad sjá IGUAZÚ fossana. En ádur en ég segi ykkur frá thví aetla ég snogglega ad segja hvad hefur gerst eftir seinasta bloggid sem var Chileferdin med pabba. 

 
Eftir ferdina byrjudu bara hversdagslífsleidindin. Eg man alltaf eftir fleygu setningunni sem exskiptineminn hann Úlfar Viktor sagdi. "Virku dagarnir eru jafn innihaldslitlir og helgarnar eru innihaldsmiklar". Núna skil ég hvad hann meinti.. En allt í gódu med thad thvi eg var ekki ad skra mig í eitthvad skemmtiprogram. Ég kom herna til ad lifa eins og venjulegur Argentinumadur, ekki eitthvad túrista fífl.

Í apríl kom hann Thorbergur Ingvi félagi minn frá Íslandi (vaentanlega íslenskur med thetta nafn) ad heimsaekja mig og attum vid goda fimm daga saman herna í Tucuman. Ástaedan fyrir ferdalagi hans er ad hann var skiptinemi í Costa Rica fyrir thremur árum og er núna ad ferdast um sudur-Ameríku og aetlar svo ad enda hjá fjollunni sinni í Costa. Frekar vel gert hjá honum.
Vid lentum í ýmsum aevintýrum, á medal theirra vorum vid naestum raendir af mótorhjólathrjótum en sem betur fer kann Beggi MMA trix og lúskrudum vid á theim, fórum á skemmtistadi thar sem var dansad undir ljufum tónum kúmbíunnar, rifum í bmxhjólid, sígaunar nádu naestum ad hirda peningana okkar med svartagoldrum og svindli og margt fleira.
 Takk fyrir komuna Beggi - thetta var muy piola.


Ég og Beggi kíktum í smá ferdalag til Cadillal

Thad er smá ljósmyndarablód í mér - Cadillal
 
Í lok apríl gerdust leidinlegir atburdir á Íslandi thannig ég kom heim í viku og var med fjolskyldunni og vinum. Gerdi samt mjog gott úr heimkomunni og naut ég thess ad vera á Íslandi. Bordadi allt sem ég hafdi saknad eins og fiskisupu, dominos, Vesturbaejarís og íslensku mjólkina. Var svo lukkulegur ad ég nádi einmitt seinasta degi skídavertídar Bláfjalla. Gott ad komast aftur á snjóprikin.
Fattadi enn betur hvad vid erum fáranlega heppin ad búa á fróninu góda. Allt gekk vel heima og snéri ég svo til baka, ¨heim¨ til Argentinu.
Sidan gerdist ýmislegt skemmtilegt eftir í maí. Afmaeli skólans míns og skrudgongur um gotur borgarinnar med gargandi reida okumenn ut um allt thar sem vid stifludum alla umferd. Ég laerdi dansinn Chacarera sem ég dansadi naestum fyrir framan fullt af fólki á thjodhatidardegi Argentínu 25.maí en thad vard ekkert úr thví en vid vorum reyndar tekin í sjónvarpsvidtal (annad skiptid mitt hehe). Fyrir thá sem vilja sjá mig í sjónvarpinu geta kíkt á thennann link og farid á 2:30.


Caravana med skólanum - stemning


Frábaer dagur til ad fagna afmaeli skólans


Skiptinemarnir í thjódlegum fotum 25.maí sem er einmitt thjódhátidardagur Argentinu
 
Núna fer ég loksins ad segja frá thví sem thetta blogg átti nú ad fjalla um. Ég vona ad eg geti sagt frá thessu stuttlega en skemmtilega.
Thad er ýmislegt sem er  naudsynlegt ad heimsaekja ef thu ferd til Argentinu. Eitt af thví eru las cataratas del Iguazú. Ég og tveir adrir strákar frá Tucuman skradum okkur einmitt í svona ferd med 50 odrum skiptinemum frá allri Argentinu.

 
Fimmtudagurinn 30.maí

Komum okkur thrír til Chaco, sem er fylki í nordaustur Argentinu, thar sem vid eyddum deginum med nokkrum skiptinemum. Um kvoldid átti allur hópurinn ad hittast og leggja saman af stad frá Chaco til Iguazú. Dagurinn fór í ad skoda típísk torg sem fyrirfinnast í ollum borgum hérna í sudrinu, spila pool og menningast eitthvad.
Vorum ad borda á veitingastad og kemur thá ekki einn frekar rónalegur og segir vid mig ad hann eigi fjolskyldu og thurfi ad halda fjolskyldunni uppi. Ég átti ekki neitt klink thannig hann gekk ad odrum vid bordid og sagdi allt adra hluti vid thau en med fjolskylduna. Thad gera their mikid herna, ljuga um ad their eigi fjolskyldu og fara svo bara ad kaupa sér ódyra raudvinsfernu fyrir peninginn. Eina sem hann fór í burtu med var samlokubiti. Ekkert vín thennan dag fyrir greyid.
 

Sagt er ad ef madur kastar klinki fram af thessari brú og óskar sér muni óskin raetast - virkar víst ekki med kredikort :/

Plaza 25 de mayo


Pizza med umita sem er halfgerd maísstappa 


Hvad á ég ad skrifa undir thessa mynd ? :$
Veit ekki med ykkur en pálmatré gera mig alltaf gladan
Senn leid ad kvoldi og thá var allur hópurinn saman kominn á rútustodinni. Thad voru krakkar frá ollum heimshornum. Allt frá Ástralíu og USA til Evrópu. Thad var mikid spjallad og heyrdi madur alltaf thegar krakkarnir voru frá Ítalíu, USA eda Thýskalandi, hvert og eitt med sinn hreim.
Stigid var um bord í rútuna og leid okkar var haldid til Iguazú, eitt af sjo undrum veraldar. Ég veit ad eg nefni thad alltof oft ad thetta se eitt af sjo undrum veraldar en thad er bara svo svalt ad hafa heimsott thennan stad. Í framtidinni thegar ég held afram ad ferdast aetla ég klarlega ad skoda oll undrin.

Innifalinn matur er gódur matur
 
Mér kennt smá saenska og enska med indverskum hreim

Fostudagurinn 31.maí

Opnadi augun og vid mér blasti rosalega tropicalskt landslag. Eg var kominn til Misiones thar sem Iguazú gamli geymir sig. Allur matur í ferdinni var fyrirfram greiddur og var thad mjog hentugt og notadrjugt. Fyrsta sem vid skodudum var La minas de Wanda - Wandanámurnar. Thar fengum vid sja námugreftrarmenn vinna sín verk med thvi ad grafa út úr jordinni kvars, amethyst, agat og tópas. Thad eru víst einhverjir steinar. Tharna vorum vid svona einum kílómetra frá Paragvae og hefdi verid gaman ad kíkja yfir og kynna sér nýtt land og menningu. Iguazú er nefninlega á thremur landamaerum - Brasilíu, Paragvae og Argentinu. Tharna er rosa mikid af peningabraski, thjofnadi, mannránum og smygli og er haegt ad kaupa sér hrikalega ódyrar rafvorur í borginni Ciudad del Este. Fraegi eplasíminn iPhone 4s 16GB kostar í Argentinu 125.00 en í Ciudad del Este ekki nema 85.000.


Tharna sjáid thid Paragvae hinumegin
Hendin mín fékk óvaenta athygli
Gódir félagar

Nokkud naskur og notadrjúgur thessi



Ljósmyndarablódid streymdi vel um líkamann minn thennan dag
 
Eftir námuaevintyrid var komid sér inn á thriggja stjornu hotelid í borginni Puerto Iguazú.
Eftir ad flestir hofdu tekid langthráda sturtu og fataskipti var haldid inn í skóginn - la selva. Thar fórum vid í rólu á milli trjákrónanna og fengum útsýni fuglsins í dágóda stund. Thetta er kallad canopy fyrir thá sem thyrstir í augu fuglins og geta leitad sér ad stodum sem thessum á veraldarvefnum.
Eftir thetta profudum vid klettasig og lobbudum svo í gegnum skóginn.
Á leidinni aftur upp á hotel keyrdum vid í gegnum fullt af fátaekrahverfum og keyrdum vid upp ad hóp af ungum strákum í slagsmálum. Tveir grátandi og allt í kaos thannig rútustjorinn stoppadi og allir hropudu á thá ad haetta undir eins. Tharna var gert godverk myndi ég nú halda.
Sundlaugin á hotelinu var prufukeyrd og tókst thad bara med prýdindum.


El hotel


Thessi litla gotustelpa ákvad ad prófa fyrir sér modelbransann




Á leidinni í Iguazú Forest


Los changos de Tucuman


Tharna henti madur sér framaf


Smá Jurassic Park fýlingur


Hermanos en la selva


Sundlaugarastaedan var sú saemilegasta

 
Eftir kvoldmat áttu svo allir bara ad vera rolegir og snemma ad sofa. Vid hugsudum okkur oll thad sama - hvad verdur madur oft í Iguazú. Audvitad heldum vid heljarinnar party í bakgardinum eftir ad sjalfbodalidarnir voru farnir ad sofa. Held nú samt ad their hafi allan tímann vitad hvad var í gangi.


Frakklandi og Danmorku thykir kjúllinn ávallt gódur
Leyniteiti
 
Kom reyndar smá babb í batinn thegar thrír svissarar akvadu ad klifra upp á hústhak hotelsins sem var tengt íbúdarhúsi. Ekki leid langur timi thangad til eigandi íbudarinnar heyrdi í fótagang upp á thaki og ekki gat thad nú verid jólasveinninn thvi thad er kominn júni thannig hann hljop út og gargadi á greyid krakkanna. Thau reyndu thá audvitad ad flýja og í flýjunni (segir madur thad nokkud?) gerdu thau heljarinnar gat á thakplotu hússins. Eigandinn sá thau hlaupa inn á svaedi hotelsins og brunadi rakleitt thangad. Krakkarnir voru gomadir og thurftu ad borga skemmdirnar. Rúmur 30.000 kall á mann og held eg ad thau hefdu getad eytt thessum pening í eitthvad skemmtilegra. Annars virkilega fín nótt fyrir mig.

Laugardagurinn 1.júní

Hversu fúlt !! Dagurinn sem vid forum ad skoda fossana tha rignir eins og hellt sé úr konnu og jafnvel fotu líka. Ég get samt verid anaegdur thvi ég er ekki med gat á hústhakinu minu thennan dag heheh.

Sturta Guds
 
Flestir keyptu sér svona snidugan regngalla, meiradsegja merktur Iguazú
 
 
David lét rigninguna ekkert hafa áhrif á skap sitt og brosti utad eyrum
 
Ekkert er verid ad vaela utaf rigningunni og audvitad forum vid oll ut í vedrid. Keyptur er einn regnstakkur merktur Iguazu og thá er madur reddý í daginn. Vid byrjum á ad skoda La Garganta del Diablo sem thydir kok djofulsins og er thad lang staersti og flottasti fossinn. Krakkarnir sem fóru í fyrra voru búnir ad segja mér ad ekki sé haegt ad útskýra thetta í ordum né myndum og ég skildi thad ekki alveg thá. Thegar ég sá thetta med berum augum gat ég varla trúad ad eitthvad svona magnad vaeri til.
Fyrir nokkrum árum fórnadi kona sér ofan í thennan tignarlega foss. Thó ad ég sé mótfallinn sjáfsmordum, thá vaeri thetta orugglega besta og svalasta leidin til ad drepa sig..

Kok Djofulsins



Bobby er argentínska nafnid mitt fyrir tha sem vissu thad ekki

Las Cataratas del Iguazú


 

Íslendingarnir saman



La gran aventura


Frekar fínt ad sigla undir fossana og algjorlega bleita allt sem var ekki blautt fyrir

 
Eftir thetta labbadi hópurinn um thjodgardinn og vorum vid dembd nidur af rigningu.
Vid tók skemmtileg bátsferd thar sem okkur var siglt undir fossana og alveg bleytt í gegn. Eins og thad hefdi ekki verid buid ad bleyta okkur nóg. En thetta var thrusu gaman og fallegt sjonarhorn á fossana.
Vid vorum svo sótt á opnum jeppa og keyrd í gegnum skóginn thar sem leidsogumadur sagdi okkur frá ólíkum trjátegundum og sogu Iguazu. Eitt skemmtilegt sem ég heyrdi ad í thjodgardi Iguazu fyrirfinnst tré sem haegt er ad borda, thar ad segja vidinn sjalfan. Ef thad hefdi verid sólskyn og gott vedur hefdum vid getad séd apa, fleiri fugla, púmur og kóatí rottur/apa/ketti. Their eru ansi magnadir hef eg heyrt thvi their raena ollu. Folk gengur kannski med samloku í hendinni og their stokkva fram og grípa hana med ser inn í skóg thar sem their gaeda sér á gódgaetinu. En annars eru their mjog gaefir fyrir utan smá afbrotaskrá sem fylgir theim.
Vid vorum heppin thví eftir thennan langa og skemmtilega dag var haldid asadoparteh á veitingastadnum sem vid bordudum alltaf á. Verd samt ad vera dissari og segja ad Tucumanski asadoinn er sá besti.
Thar sem svissnesku vitleysingarnir hofdu eydilagt thakid nóttina ádur voru adeins strangari reglur og meira eftirlit laugardagsnóttina. En thad stoppadi okkur partyljónin ekki og voru thrju lítil teiti í herbergjunum thar sem fólkid flakkadi á milli og hafdi thad fjorugt.

Asado er gudsgjof
 
 
Tha var bara komid ad leidarlokum og for sunnudagur til mánudags í ad ferdast med rútum á thvers og kruss um nordurhluta Argentínu. Erfidara var ad kvedja hópinn en ég bjóst vid enda virkilega skemmtilegir krakkar og gaman ad heyra hvernig thau tala, hvernig hlutirnir eru hjá theim og hvernig allt gengur. Semsagt til ad fá lokanidurstodu á ferdinni tha er thad 8.5 í einkunn. Hrikalega gódur hópur, vel skipulagt, magnadur áfangastadur og ég sleppti skóla heheh. Eina sem klikkadi var ad thad rigndi eins og ég veit ekki hvad á adaldeginum. En núna hef ég bara ástaedu til ad fara aftur til Iguazú og sjá thá í odru ljósi, jafnvel sólarljósi í thetta skiptid.


Thessi hefdi thurft ad fá sér asado med okkur


Hópurinn skáladi fyrir ferdinni med alvoru argentínskum Quilmes
 
 
Núna eru ekki nema sex vikur eftir. Váá thegar ég skrifadi thetta thá fékk ég smá sjokk hvad thad er drullu lítid. Var ekki búinn ad fatta thad almennilega. Ég aetla ad reyna ad njóta theirra eins vel og haegt er og kvedja svo Argentínu med gledi og ást í hjarta og lungum.  
 
Thegar ég kved Argentínu og klára skiptinámid thá mun aevintýrid ekki stoppa. Ég mun hitta fjolskylduna mína í Bandaríkjunum thar sem vid munum ferdast á húsbíl í tvaer vikur í gegnum Colorado, Wyoming og Utah og sjá Yellowstone thjódgardinn og fjolmargt fleira. Ég mun segja ykkur betur frá thví seinna og fer ad styttast í endi á thessum bloggum mínum enda allt ad klárast :(
 
Vil thakka thér, já THÉR, fyrir ad gefa thér thinn tíma í ad fraedast um líf mitt og lífsreynslu.
Njóttu dagsins.
 
Virdingarfyllst
Benedikt "Bobby" Benediktsson
 
 
Skringileg stadreynd : Iguazú thýdir á málinu guaraní, stórt vatn, eda I "agua" og GUAZÚ "grande".
 
Hér sjáum vid Brasilíu, Paragvae og Argentínu
 
 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli