fimmtudagur, 30. ágúst 2012

Buenos dias Buenos Aires !

KOMINN TIL ARGENTÍNU

Jaeja kaeru lesendur bloggveisla Benedikts heldur loksins áfram ! Ég er kominn til Argentinu og aetla ad segja ykkur frá mínu mikla ferdaaevintýri. Eg mun skrifa thetta í tímarod,  thad er thaeginlegast fyrir mig og ykkur. Eg er ekki med alla islensku stafina en eg vona ad thad angri ykkur ekki.
Ég er búinn ad vera í Argentínu í 9/níu daga, en á thessum stutta tima hefur nú margt á mína daga drifid.
Naid i lesgleraugun, dimmid birtuna, dragid fyrir glugga, opnid einn kaldan thvi nú er bloggveisla.


Fimmtudagur (23.08.12):


Thetta hofst allt á fallegum fimmtudegi árla morguns klukkan 7/sjo. Eva gisti med mér seinustu nóttina okkar og fór svo med okkur upp á flugvoll, thar ad segja mer og pabba, mommu og Sigruni :) Flugid var klukkan 10:30 thannig vid vorum maett a flugvollinn klukkan 8:30. Á flugvellinum kvoddumst vid svo vel og vandlega og knúsudumst fyrir heilt ar.
Eftir thad heldum vid islensku skiptinemarnir (Gudmundur, Ragnhildur, Anna og Gudbjorg) inn i flughofnina thar sem eg keypti islenskt nammi og audvitad hardfisk til ad gefa fjolskyldunni, sidan var eg buinn af kaupa Of Monsters And Men diskinn og bok um Island og tok svo med hraun og osku ur Eyjafjallajokli. Eg fekk mer svo minn fyrsta Frappótjínó á Kaffi Tár og thotti mer thad bara muy bien(mjog gott)((ordinn sjukur i spaensku)).
 Flugid til New York var 6/sex timar og horfum vid a mynd, spjolludum og svafum á leidinni. Thetta var bara hid finasta flug. Thegar vid lentum i New York forum vid á Starbucks. Thar unnu thrjar feitar svartar konur med stóra rassa sem unnu oskop litid og átu kjukling, thaer voru svona 15/fimmtan minotur ad afgreida einn drykk. En thar sem thad voru 10/tíu tímar flugid vorum vid ekkert ad flyta okkur. Vid forum i solbad fyrir utan flugvollinn, 25 stiga hiti , vid aetludum svo ad kikja a Manhattan en thad var mjog taept svo vid forum bara i sma leidangur um New York i Airbus, sidan a flugvellinum forum vid i Pogo med bolta sem eg vann i einhverju leiktaeki og fengum okkur McDonalds :D
 Flugid til Buenos Aires var fint, thetta var 11 tíma flug en sem betur fer naeturflug svo vid gatum sofid um nottina. Flugvelin var risastor og spurdi eg alla ahofnina hvad velin vaeri thung en engin gat svarad mer :(
Thad var frekar leidinlegt ad labba framhja saga classinu og sja hvad folkid thar hafdi thad gott, med nudd i saetunum, kampavin og saetum sem haegt var ad breyta i rum :O ¿AFS eitthvad ad spara ?


Fostudagur (24.08.12):


Klukkan tíu á fostudagsmorgni lentum vid i Buenos Aires, thad byrjadi ekki vel thvi thad var skyjad og sma udi. Eg hafdi buist vid 25 stiga hita, solarstrond og regnhlifardrykk og maetti audvitad i sandolum, bol og stuttbuxum, en thurfti svo ad skipta i edlileg fot :) Eg var samt mjog heppinn med eitt , eg tok med mer tvaer risastorar toskur, ein fyrir fot svo hin fyrir BMX hjolid mitt. Eg helt eg thyrfti ad borga auka fyrir thad en eg slapp i gegn. Thegar vid vorum lent hittum vid skiptinema fra Bandarikjunum, thau foru med okkur i rutu a AFS namskeidid, a leidinni fengum vid ad sja hvernig Buenos Aires er, ekki vissi eg ad ein borg gaeti verid svona skitug, flest husin vid thad ad hrynja, litlir ruslahaugar í hverri gotu, allt i villtum hundum og mikid a rusli i vegkantinum. Ef Reykjavik og Buenos Aires vaeru skolar tha vaeri Reykjavik Verzlo og Buenos Aires vaeri MS. En thetta var orugglega bara fataekra hverfid. Eg held ad i riku hverfunum se ekki svona subbulegt.
I rutunni gaf eg svo USA krokkunum ad smakka hardfisk, ekki voru god vidbrogd vid thvi, sumir aeldu naestum :D Mjog fyndid samt !
Thegar vid komum á námskeidid fengum vid ad borda, fengum einhverskonar spínat smjorbraud og slimuga koku i eftirrett, thetta var ekkert rosalega gott en matur er matur thannig eg slafradi thessu nu i mig.
Thetta namskeid var nu svo sem agaett, vid vorum sett i hopa og i hopunum spjolludum vid um menningarmismun, tungumal og likamstjaningu. Eg kynntist krokkum fra Ítalíu, Svíthjod, USA, Kína, Noregi, Thyskalandi og morgum odrum londum. Á laugardagskvoldinu var svo talentshow, flest lond voru med dansa eda songatridi en vid vorum svo ófrumleg ad vid hofdum kappát, keyptum reyndar allt of mikid af mat thannig enginn nadi ad klara haha, og a medan folkid át, áttu hinir ur lidinu ad gera armbeygjur ofan a stelpunum, frekar skritid atridi en folk hlo:) Svo for folk til rekkju, vid vorum fimm strakar saman i herbergi, sem thyddi sko svakalegur koddaslagur hehehe.

 

Laugardagur (25.08.12):


Vid attum ad vakna klukkan 7.30 en eg vaknadi ovart 10.30 og AFS stjornandinn var allveg brjáladur, en med mina personutofra gat eg róad hann nidur og komst vel utur thessu ;)
Sidan vara farid i leiki og svona allskonar AFS umraedur, thetta var allt saman gott og blessad en mikid hlakkadi mig nu til ad hitta fjolskylduna i Tucuman ! Vid forum a rutustodina klukkan 7/sjo og klukkan 9/níu for rutan okkar til Tucuman. Eg hef aldrei sed jafn mikid oryggi a einni rutustod, thad thurfti ad skanna toskurnar okkar, leita a okkur og oryggisverdirnir voru med byssur :O
Rutuferdinn var 15 tímar :O:O:O en thad var allt i lagi thvi thetta var staersta og flottasta ruta sem eg hef sed og komid í. Hun var tveggja haeda, thjonar um bord sem komu med kvold og morgunmat, (og kampavin eda viski fyrir tha sem vildu ;) ), saetin voru lika rum og fyrir framan hvert saeti var sjonvarp ! Geggjadir 15 timar :D 


Sunnudagur (26.08.12):


Thegar vid komum a rutustodina bidu fjolskyldur okkar eftir okkur, Alejandra ( hostamamma), Adrian (hostpabbi) og Augustín (hostbródir) stodu med Velkomin Benedikt skylti, ( vantadi eitt "n" hehe ). Thad var rosa gaman ad hitta thau, vid knusudumst og eg spreytti mig a minni "godu" spaensku.
Svo keyrdum vid upp i ibudina theirra og thau syndu mer husid sem er bara mjog fint, thriggja haeda íbúd med tveimur badherbergjum og eg er nuna einn i herbergi naestu fimmtan daga thvi Tomás (eldri hostbrodir minn) er i tuttugu daga ferdalagi. Ég verd med honum i bekk svo eg er i fimmtan daga frí thangad til skolinn byrjar sem er snilld, thvi tha hef eg tima til ad atta mig adeins a hlutunum og chilla adeins adur en alvara lifsins byrjar :D Sidan var sma matarbod thar sem hostamma min koma og systir hostmommu minnar og fjolskyldan hennar komu og bordudu pasta y carne a la Adrian (hostpabbi). Thad var bara mjog gott og svo var einhver alltof saetur eftirrettur sem eg fyladi ekki. Eftir thad vildu allir ad eg myndi setja BMXid saman og eg hlyddi audvitad, sidan for eg og Alejandra(hostmamma) og Augustín(host brodir) í almenningsgard herna rett hja sem heitir Plaza Urquiza. Thar idar allt af mannlifi og folk i ollum staerdum og gerdum er ad stunda ithrottir tharna, svo eru leiktaeki tharna fyrir bornin og fullt af thrjam og bekkjum. Thad er allgjor snilld ad hjola tharna, eg kynntist meira ad segja nokkrum hjola strakum og einn theirra var einfaettur en gat samt hjolad og gert tricks, thad var magnad ! Eg fekk ad skoda skolann minn a leidinni heim, frekar einkennilegur skoli, thar sem gangarnir milli stofanna eru úti,naestum undir berum himni . Skolastofurnar eru heldur ekki upp a marga fiska, bord, stolar og kritartafla. Sidan heldum vid heim a leid og eg taladi vid mommu, pabba, Sigruni og Evu á skype sem var mjog gaman :)
Um kvoldid for eg og hostmamma og hostpabbi i mollid sem er herna rett hja og a leidinni sa ég finasta skatepark ! Snilldin ein ! Fyndid thegar eg labbadi i mollinu klaeddur i stuttbuxur, bol og sandala vegna thess hversu heitt thad er, tha horfdu allir a mig eins eg vaeri fra annarri plánetu. Theim finnst 15 stiga hiti kalt :O Vid forum svo upp a fjallid sem er vid borgina og skodudum allveg frábaert utsyni. Upp a fjallinu voru nokkrir villtir hundar ad slast en eg var audvitad ekkert hraeddur ! Sidan forum vid heim og og sofnadi um leid og eg lagdist a koddann, uppgefinn eftir fjogurra daga ferdalag.


Mánudagur (27.08.12):


Vaknadi eftir godann ellefu tíma svefn eiginlega buinn ad sofa of mikid. Alejandra (hostmamma) tók sér frí til thess ad hjalpa mer fyrsta daginn í stóru borginni. Vid forum og fengum Argentískt númer fyrir símann minn ( 3816670617 ), skodudum fraegasta torgid i Tucuman, Plaza Independencia, thar var Tucuman fundinn. Sidan fengum vid okkur McDonalds med Augustín(hostbrodir) og á leidinni klessti eldgamall hjólagaur á mig. Eg er med svo sterkann likama ad eg meyddi mig audvitad ekki. Thegar vid komum aftur heim for eg ut ad hjóla med gaeja sem heitir Herón held ég, svo mikid ad nofnum ad eg get ekki munad oll. En hann var bara frekar godur, syndi mer nokkra stadi i Tucuman sem var haegt ad hjola a, finasti gaeji. Hann for til Rosario á midvikudaginn til ad keppa i einhverri hjolakeppni, hefdi verid gaman ef eg hefdi komist med. Eitt mjog fyndid herna er ad i hvert skipti sem einhver kemur í hópinn, kyssast allir a kinnarnar, meira segja strakar sem thekkjast ekkert. Islendingar nanast fokka a hvorn annan midvid thetta.Til daemis tha er thrifingarkona herna sem kemur alla daga fra 4-6 og thrifur husid, faranlega odyrt ad hafa thryfingarkonur her. En nog um thad, eg kom upp i herbergid mitt tha er hun ad bua um rummid mitt, hun er litil, thybbinn med svona fjorar tennur sem eru flestar lausar, og hun audvitad kom til min og knusadi mig og kyssti. Frekar skritid hehe. Fekk svo gourme nautakjot i kvoldmat sem Alejandra(hostmamma) gerdi. Hun er alltaf ad tala um hvad eg borda mikid og ad hun thurfi ad elda meira, henni finnst thad samt bara fyndid. 


Thridjudagur (28.08.12):


Vaknadi frekar snemma og chilladi til hadegis, for tha ut ad hjola og stoppadi a Burger King sem er hérna rétt hjá, thar upplifdi eg minn fyrsta tungumálamisskilning. Eg aetladi sem sagt ad fá tilbod 5 sem var tvofaldur ostborgari med baconi, franskar(papas fritas) og gos(soda). Benti a tilbodid og sagdi cinco(fimm), hún horfi frekar skringilega á mig en sagdi svo bara 179 Peso, (sem er 4700 krónur) ég vard frekar undrandi á thessu og spurdi hvad eg hefdi pantad, getidi tha hvad, eg hafdi pantad fimm tilbod númer fimm :O
Eftir thad skellti eg mer í Plaza Urquiza ad hjóla, thar voru faranlega margir nemendur og allir í forljótum skólabúningum sem minntu mig á laeknasloppa. Eg hitti svo Agusutín og vin i hans(man ekki hvad neinn heitir) og vid skelltum okkur í isbud og fórum svo í skólann minn og allir voru rosa áhugasamir ad vita hvadan eg vaeri og hvort eg gaeti gert eitthvad a hjolinu. Eftir thad forum vid i fotbolta i skolanum og eg fekk audvitad boltann i andlitid í fyrsta skotinu, allir sprungu ur hlatri og eg ad deyja ur hausverk, en thad endadi nu vel thar sem eg skoradi thrjú mork :D Sidan á Plaza Urquiza var mér bodid gras af einhverjum hjólabrettagaurum. Eg var nu fljotur ad koma mer i burtu. Sidan um kvoldid var bara slappad af, Alejandra hjalpadi mer adeins i spaenskunni svo bordudum vid kvoldmat klukkan 11, alltof seint ! 


Midvikudagur (29.08.12):


Ég veit ekki hvort ég var búinn ad segja ykkur en Alejandra(hostmamma) er kennari, hún kennir í threm skólum klukkutíma frá borginni. Thessir skólar eru fyrir fátaeka krakka úr sveitinni, sumir eru svo fátaekir ad their maeta einungis í skólann til thess ad fá morgun og hádegismat(sem er frír), ekki til thess ad laera. Thau maeta meirasegja sum á hestum í skólann. En allavega tha var Alejandra(hostmamma) búinn ad segja nemendunum frá thvi ad hun vaeri med strák frá Íslandi á heimilinu, thau voru oll ólm i ad fá ad hitta mig sagdi hun mér (sum hafa aldrei séd útlending), svo hun spurdi mig hvort eg vildi koma med henni einn dag i skolana. Ég svaradi thvi audvitad játandi, alveg jafn spennandi fyrir mig ad hitta thau. Svo vid voknudum snemma og keyrdum i fyrsta skolann.Thar fekk ég maté og braud, sidan var mer stillt fyrir framan tofluna og 30 krakkar ad horfa á mig eins og dýr í dýragardi og ég átti ad segja frá mér á minni gódu spaensku, thvi thau kunna enga ensku. Sídan sagdi ég frá vedrinu, matarvenjum, taladi íslensku, dansadi vals, skrifadi nafnid mitt, Evu og Sigrúnar. Thau sogdu ad thau hefdu aldrei séd jafn langt nafn. Eftir thad vildu allir fá myndir af sér med mér, sídan thegar ég fór stódu stelpurnar(12 ára) vid grindverkid hjá skólanum og gáfu mér fingurkossa, haha mjog einkennilegt. Naesti skóli var svipadur nema thar voru sautján ára nemendur. Thau litu á mig eins og ég vaeri rokkstjarna. Ég sagdi theim líka frá Evu og syndi theim myndir af henni, thau trudu ekki hvad hun var falleg :) Mér var svo bodid aftan á skellinodru hja adalgaejanum í bekknum, svo thegar eg labbadi á skólalódinni var ég eltur af litlum krokkum sem spurdu mig allskonar spurninga á spaensku sem eg skildi ekkert í. Magnad hvad strákur, eins venjulegur og ég er fyrir flestum, er eins og einhver gud fyrir theim. Thridji skolinn var svipadur nema thar hopadist allur skolinn, thar a medal kennarar, inn i litla skolastofu ( sirka 70 manns) og thar atti eg lika ad segja frá landinu og krakkarnir fengu ad spyrja spurninga. Eftir thad spiladi eg blak med nemendunum. Stelpurnar voru fyrst frekar feimnar og heldu sér í fjarlaegd frá mér en á endanum hópudust thaer i kringum mig og vildu fá myndir haha. Egóid allveg í botni tharna. Alejandra (hostmamma) var audvitad mjog thakklat mer fyrir ad koma med henni og launadi mer med asado ( grillad nautakjot). Mjog godur dagur ! 

 


Thetta er semsagt buid ad vera algjor snilld. Ég er rosa sáttur hér og sérstaklega med fjolskylduna. Spaenskan verdur betri med hverjum deginum sem  lídur. Vedrid er alltaf gott her og fer bara hlynandi nuna. Naestu helgi er eg ad fara i party med Augustín(hostbrodir) og svo fjallgongu med fjolskyldunni. Vid aetlum svo bradum i svona paragliding upp a fjallinu sem er herna hlidina, svona halfgert fallhlifarstokk. Eg byrja svo i skolanum í kringum 14.september svo eg er i godu fríi. Svo aetla eg ad byrja i líkamsraekt sem er herna rett hja med Tomás(hostbrodir), thad fylgja med kortinu nautasterar sem er mjog godur díll, eg verd tha helthykkur thegar eg kem til baka. djok. En eg held ad thetta sé komid nog i bili, eg vona ad thetta hafi ekki verid of langt.
Eva er svo mogulega ad koma til mín í desember sem aeri geggjad ! Hun aetlar tha ad koma eftir profin hja ser og vera her med mer um jólin! :D:D
Endilega skiljid eftir komment eda segjid hvad maetti vera betra thvi eg hef ekki mikla bloggreynslu. 




Ein hérna af mér og ofunum á íslandi í lokin :)


Skypeid mitt er svo "bennibmx" endilega addid thvi og eg spjalla vid thig ;)



Snidug stadreynd: Fólkid hérna kemur heim frá 13-17 til ad taka síestu, á medan eru flestar búdir lokadar